Umsókn Björgólfs fyrir skipulagsráð

Thor Jensen lét reisa á árunum 1907 og 1908. Einar …
Thor Jensen lét reisa á árunum 1907 og 1908. Einar Erlendsson teiknaði það. mbl.is/ Þorkell Þorkelsson

Félagið Novator F11, sem er í 100% eigu félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur óskað eftir leyfi til Reykjavíkurborgar til að innrétta 160 manna veitinga- og ráðstefnusal í húsinu við Fríkirkjuveg 11. Þá er einnig sótt um leyfi til að innrétta íbúð á 2. hæð hússins og í risi.

Í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að félagið hafi sótt um að innrétta veitinga- og ráðstefnusal fyrir 160 gesti þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð. Þá er einnig sótt um að fá að lækka gólfplötu í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum.

Fjarlægja á stiga milli 1. og 2. hæðar sem er nú í húsinu og breyta núverandi útitröppum við suðurgafl hússins. Þá á að koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr tveimur í sex.

Forsætisráðuneytið og Minjastofnun höfðu áður samþykkt að friða húsið að hluta en leggja blessun sína yfir áform Björgólfs um endurbætur og breytingu hússins.

Ákvörðun ráðsins var frestað, eins og algengt er þegar mál eru fyrst tekin þar fyrir.

Húsið er eitt glæsilegasta timburhús landsins, en Thors Jensens lét reisa það á árunum 1907 til 1908. Einar Erlendsson teiknaði húsið.

Björgólfur keypti húsið af Reykjavíkurborg árið 2007 fyrir 600 milljónir, en endurbætur á því hófust fyrr á þessu ári. Mbl.is fékk að kíkja í heimsókn fyrr í sumar og skoða húsið með Ásgeiri Ásgeirssyni, arkitekt.

Á vefsíðu sinni í maí á þessu ári skrifaði Björgólfur að hann vonaðist til að hægt væri að opna húsið sumarið 2016, en hluti þess á að verða opinn almenningi.

„Endurgerð þessa merka 108 ára gamla húss er gríðarmikil framkvæmd og verður ekki unnin á einum degi. Ég vonast til að húsið verði orðið sannkölluð borgarprýði á ný sumarið 2016. Þá mun líf færast á ný í húsið. Það er löngu tímabært, því hús án lífs er einskis virði,“ segir á síðu hans.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK