Verðbólgan mælist 2,2%

Útsölum er lokið og hækkað verð á fötum og skóm …
Útsölum er lokið og hækkað verð á fötum og skóm um 5,4% mbl.is/Styrmir Kári

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, mælist 2,2% í ágúst en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,53% frá fyrra mánuði.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,50% frá júlí en og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,7% undanfarna tólf mánuði.

Sumarútsölur eru að hluta til gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,4% (áhrif á vísitöluna 0,21%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% (0,16%) og kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,5% (0,14%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 4,0% (-0,15%), segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK