Kaupþing selur hlut sinn í La Tasca

Kaupþing þegar bankinn var og hét.
Kaupþing þegar bankinn var og hét. mbl.is/Ómar Óskarsson

Slitastjórn Kaupþings hefur tilkynnt að hún hafi samþykkt að selja hlut Kaupþings í spænsku veitahúsakeðjunni La Tasca Holdings plc til Casual Dining Group, sem sé leiðandi rekstraraðili veitingahúsa í Bretlandi.

Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að eftir jákvæðan viðsnúning í rekstri fyrirtækisins hefði slitastjórninn ákveðið að setja hlutinn í söluferli í upphafi árs 2015, en að loknu tilboðsferli þar sem nokkur tilboð bárust voru viðræður hafnar við Casual Dining Group.

Það er mat slitastjórnarinnar að salan sé jákvæð niðurstaða fyrir Kaupþing og að Casual Dining Group séu í góðri aðstöðu til að styðja við vöxt La Tasca.

Tilkynningin á vefsíðu slitastjórnar Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK