600 milljarðar verið niðurfærðir

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það sem mér finnst einna ánægjulegast að sjá er að við teljumst nú til þess fjórðungs evrópskra banka sem er með hvað hagstæðust vanskilahlutföll.“

Þetta segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Nýlegt uppgjör bankans sýnir 10,8 milljarða króna hagnað á fyrri árshelmingi.

Birna segir mikið verk hafa verið unnið við fjárhagslega endurskipulagningu viðskiptavina. „Íslandsbanki tók á sínum tíma yfir 1.000 milljarða lánasafn fyrir á milli 500 og 600 milljarða. Síðan þá erum við búin að færa lánasafnið niður um 600 milljarða með afskriftum, eftirgjöfum, endurútreikningum og fleiri úrræðum. Stór hluti þessarar fjárhæðar er til heimila og einstaklinga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK