Júníform opnar nýja verslun

Birta Björnsdóttir aðalhönnuður Júníforms
Birta Björnsdóttir aðalhönnuður Júníforms

Júníform hefur opnað nýja verslun á annarri hæð í Kraum-húsinu við Aðalstræti 10. Júníform er íslenskt tískufyrirtæki sem var stofnað fyrir þrettán árum en fyrirtækið hefur ekki haldið úti sérverslun í nokkurn tíma. 

Síðasta verslun Júníform var í Hafnafirði en henni var lokað fyrir um einu ári og síðan hefur sala ýmist farið fram í gegnum vefverslun fyrirtækisins eða í öðrum verslunum og á hótelum.

Aðalhönnuður merkisins er stofnandi þess Birta Björnsdóttir en Ingibjörg Þorvaldsdóttir er eigandi rekstursins. Ingibjörg bendir á að Birta búi í Barcelona á Spáni þar sem hún hafi viljað einbeita sér að hönnuninni í stað þess að þurfa að hugsa um reksturinn.

Hentar árrisulum ferðamönnum

Ingibjörg telur Kraum henta Júníform vel sökum þess hve rík áhersla er lögð á íslenska hönnun í húsinu. „Þarna er allt íslenskt en bæði þau og við vorum sammála um að við ættum vel heima þarna með þeim,“ segir hún en allur fatnaður Júníform er saumaður á Íslandi.

Ingibjörg segir mikla eftirspurn hafa ýtt þeim út í að opna aftur sérverslun og bætir við að úrvalið hafi verið aukið enn frekar fyrir nýju búðina. „Við eigum stóran fastan kúnnahóp en síðan erum við að fá mikil viðskipti frá erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg og bætir við að staðsetningin í miðbænum henti sérlega vel hvað þá síðarnefndu varðar. „Síðan opnar verslunin klukkan níu á morgnana en okkur fannst það mjög sniðugt þar sem ferðamennirnir eru oft snemma á ferðinni,“ segir Ingibjörg.

Mynd af Facebook síðu Júníform
Mynd af Facebook síðu Júníform
Mynd af Facebook síðu Júníform
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK