Verðþróun í Vestmannaeyjum í sérflokki

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þegar litið er til þróunar fasteignaverðs eru Vestmannaeyjar í sérflokki þar sem verðið hefur tvöfaldast frá árinu 2008. Annars hefur verðþróun í flestum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins verið svipuð og í Reykjavík.

Verðið hefur lækkað í Árborg og í Reykjanesbæ frá 2008 en verið nokkuð stöðugt á síðustu misserum.

Á hinum stöðunum. þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, í Fjarðabyggð og á Akranesi hefur verðið hækkað með svipuðum hætti, þó eilítið minna á Akranesi.

Samkvæmt Hagfræðideild Landsbankans er þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu í stórum dráttum ekki mjög frábrugðin því sem gerist víða annarsstaðar.

Breytingar á verði segja þó ekki alla söguna um stöðuna á fasteignamarkaðnum. Nafnverð eigna er misjafnt milli bæja, hlutfall fjölbýlis og sérbýlis er einnig mismunandi og það hefur áhrif á meðalverð því fermetraverð fjölbýlis er jafnan hærra.

Fjöldi viðskipta er lítill á sumum þessara staða auk þess sem hlutfallið á milli viðskipta með fjölbýli og sérbýli getur verið breytilegt milli tímabila.

Allt þetta skiptir máli þegar staða á fasteignamarkaði er metin.

Um helmingur verðsins í Reykjavík

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var fermetraverð hæst 220 þúsund krónur á fermetrann á Akureyri og lægst í Fjarðabyggð, eða um 134 þúsund krónur á fermetrann. Fjórir bæir hafa fylgst nokkuð vel að í fermetraverði síðustu misseri og eru á svipuðu róli nú, þetta eru Reykjanesbær, Árborg, Vestmannaeyjar og Akranes.

Fermetraverð fasteigna á Akureyri var um 75 prósent af verðinu í Reykjavík á örðum ársfjórðungi 2015. Fermetraverð í hinum bæjunum var töluvert lægra, en samt nokkuð svipað í flestum þeirra eins og áður segir, eða ríflega helmingur þess sem gerist í Reykjavík. Verð í Fjarðabyggð var eilítið lægra.

Þróun fasteignaverðs
Þróun fasteignaverðs Mynd/Landsbankinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK