Minna til fangelsismála

Fangaklefi á Litla Hrauni.
Fangaklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fjárveiting til fangelsismála lækkar um 607,9 milljónir króna milli ára samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi.

Gerð er tillaga um tíu milljóna króna lækkun vegna niðurfellingar á tímabundnu framlagi til tækjakaupa í fangelsið Litla Hrauni auk þess sem niður fellur tímabundið 5 milljóna króna framlag til endurbóta á fangelsinu Sogni í Ölfusi. Að lokum er gert ráð fyrir að draga úr útgjöldum málefnaflokksins sem nemur 11,5 milljónum króna sem öll kemur fram á lið Fangelsismálastofnunar.

Í frumvarpinu koma fram ýmis ný tilefni fyrir útgjaldaskuldbindingum sem samtals auka útgjöld málaflokksins um 92 milljónir króna.

Gerð er tillaga um 70 milljóna króna hækkun framlags til að standa undir auknum rekstrarkostnaði með tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Hann er fyrst og fremst tilkominn vegna aukins húsnæðiskostnaðar en jafnframt er reiknað með auknum kostnaði vegna ýmissa rekstrarvara.

Þá er gerð tillaga um 22 milljóna króna hækkun framlags vegna aukins leigukostnaðar og annars húsnæðiskostnaðar í tengslum við flutning Fangelsismálastofnunar úr Borgartúni að Austurströnd 5. Gert er ráð fyrir 7,5 milljóna króna stofnkostnaði við það að koma starfseminni fyrir í nýju húsnæði á yfirstandandi ári.

Á hinn bóginn falla niður samtals 785 milljónir króna af framlögum sem veitt voru til tímabundinna verkefna. Annars vegar er um að ræða niðurfellingu á 770 milljóna króna tímabundnu framlagi í samræmi við verkáætlun um byggingu nýs fangelsis við Hólmsheiði en þá stendur eftir 240 milljóna króna framlag til að ljúka við framkvæmdina á árinu 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK