Dæmi um sparnað við afnám tolla

Gert er ráð fyrir að tollar á fatnað og skó verði afnumdir um áramótin. Ára­mót­in 2016 til 17 verða toll­ar á aðrar vör­ur en til­tekn­ar mat­vör­ur fjar­lægðir. Þannig verður ýmis fatnaður, heim­ilis­tæki, búsáhöld, barna­vör­ur og bíla­vara­hlut­ir toll­frjáls­ir. En hverju skilar þetta neytendum?

Í töflunni hér að ofan má sjá nokkur dæmi um vörur sem margir þurfa reglulega að kaupa. Eftir afnám 15 prósent tolls á t.d. barnaúlpu sem kostar 10.590 krónur ætti sama úlpa að kosta 9.209 krónur og sparnaðurinn væri því 1.381 króna.

Samkvæmt dæminu hér fyrir ofan gætu nokkuð hefðbundin fatainnkaup fyrir börnin í upphafi skólaárs orðið tæpum 12 þúsund krónum ódýrari.

Við kynningu á fjárlagafrumvarpinu sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að eft­ir breyt­ing­arnar ætti versl­un á Íslandi að standa fylli­lega jafn­fæt­is allri sér­vöru­versl­un á Norður­lönd­un­um. Net­versl­un yrði þá einnig hag­stæðari. 

Vilja vörurnar í neðra þrep VSK

Samtök verslunar og þjónustu hafa lengi rætt um óhagstæða samkeppnisstöðu íslenskrar verslunar og hvatt stjórnvöld til þess að afnema tolla. Í tilkynningu frá samtökunum segir að afnám tolla muni strax hafa já­kvæð áhrif á fjár­hag fjöl­skyldn­anna í land­inu, ekki síst hinna efnam­inni. „All­ar kann­an­ir sýna enda að það eru efnaminnstu fjöl­skyld­urn­ar sem eru ólík­leg­ast­ar til að kaupa sér föt og skó er­lend­is,“ segja samtökin.

Sam­tök­in vilja þó ekki láta hér við sitja heldur hvetja einnig til þess að föt og skór verði færð í neðra þrep virðis­auka­skatts. „Það er skref sem verður að taka til að ís­lensk fata­versl­un keppi á jafn­rétt­is­grund­velli við er­lenda fata­versl­un,“ segja samtökin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK