Útboð Símans hefst í dag

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. mbl.is/Golli

Hlutabréfaútboð Símans hefst í dag þar sem alls verður 18 til 21 prósent hlutur til sölu. Útboðið stendur til miðvikudags og miðað er við lágmarksgengið 2,7 krónur á hlut.

Samkvæmt því nemur heildarstærð þess 4,7 til 5,5 milljörðum króna og svarar það til um 26 milljarða króna markaðsvirðis alls hlutafjár í Símanum.

Síminn væntir þess að viðskipti með hlutabréf félagsins geti hafist á Aðalmarkaði Nas­daq Ice­land þann 15. október næstkomandi.

Tvær til­boðsbæk­ur verða í boði fyr­ir fjár­festa. Í til­boðsbók A verður fjár­fest­um boðið að skrá sig fyr­ir kaup­um að and­virði á bil­inu frá 100 þúsund krón­um og upp í 10 millj­ón­ir króna. Þar verður tekið við áskrift­um á verðbil­inu 2,7 til 3,1 króna á hlut en eitt end­an­legt útboðsgengi í til­boðsbók A verður ákv­arðað af selj­anda í lok útboðs.

Í til­boðsbók B verður tekið við áskrift­um að and­virði yfir 10 millj­ón­um króna. Þar verður lág­marks­verð 2,7 krón­ur á hlut og ekk­ert há­marks­verð til­greint af selj­anda en eitt end­an­legt útboðsgengi í til­boðsbók B verður ákv­arðað af selj­anda í lok útboðs sem verður jafnt eða hærra útboðsgengi í til­boðsbók A.

Frétt mbl.is: Síminn á markað

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK