4G Símans nær til 86,5% landsmanna

Síminn hefur sett upp 4G-sendi á Patreksfirði og geta 86,5% landsmanna nú tengst 4G-þjónustu fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Undanfarna mánuði hefur það einnig sett upp 4G-senda fyrir sjófarendur en þeir draga út á hafsvæðið í kringum landið.

Í tilkynningunni kemur fram að 4G-sendar á Hænuvíkurhálsi og á Bolafjalli við Bolungarvík dragi út firðina og ná yfir hafsvæðið um kring. Á síðustu fimm mánuðum hafi Síminn sett upp 4G-samband fyrir sjófarendur í Skutulsfirði, Seyðisfirði, Eyjafirði, Norðfirði, hluta Breiðafjarðar og á Skjálfanda sem og í Patreksfirði.

Nú sé 3G-samband nær óslitið um standlengjuna. Með 4G-sendunum verði netsambandið enn öflugra en áður.

Eins kemur fram í tilkynningunni að gagnamagnsnotkun hafi vaxið um 70% í júní og júlí miðað við sömu mánuði í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK