Launin á Wall Street ná methæðum

Við kauphöllina á Wall Street.
Við kauphöllina á Wall Street. AFP

Launagreiðslur í fjármálahverfinu á Wall Street í New York náðu methæðum á síðasta ári og hækkuðu um fjórtán prósent milli ára. Þar eru meðallaunin 404.800 Bandaríkjadalir, eða rúmar 52 milljónir króna á ári.

Þetta kemur fram í umfjöllun Forbes þar sem bent er á að þetta sé í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem meðallaunin þar fara yfir 400 þúsund dollara.

Hækunin var drifin áfram af hærri bónusgreiðslum en þær hækkuðu að meðaltali um tvö prósent á síðasta ári og námu 172.900 dollurum, eða tæpum 22 milljónum króna.

Launin eru um sexfalt hærri en meðallaun annarra starfsmanna einkarekinna fyrirtækja í New York, sem nema um 72.300 dollurum, eða um níu milljónum króna.

Forbes bendir jafnframt á að vöxturinn á síðustu þrjátíu árum hafi verið langt umfram aðrar greinar en á árinu 1981 voru launin á Wall Street aðeins um tvöföld laun annarra starfsstétta á svæðinu.

Starfsmönnum á Wall Street hefur fækkað um níu prósent frá upphafi fjármálakreppunnar en á síðasta ári fóru ráðningar hins vegar aftur að aukast. Um 2.300 ný störf urðu til í fjármálahverfinu á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK