Sigurður Einarsson gjaldþrota

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Einarsson, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og í Lögbirtingarblaðinu í dag er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur honum, að lýsa kröfum innan tveggja mánaða.

Sigurður var úrskurðaður gjaldþrota hinn 23. september sl. Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX, er skiptastjóri búsins.

Sigurður var í sumar dæmdur í eins árs fangelsi í „stóra markaðsmisnotkunarmálinu“ og hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Al Thani-málinu.

Í desember hefst aðalmeðferð í Chesterfield-málinu svokallaða þar sem Sigurður er ákærður fyr­ir stór­felld umboðssvik og fyr­ir að hafa valdið Kaupþingi „gríðarlegu og fá­heyrðu“ fjár­tóni.

Í viðtali við sænska dagblaðið Affärs världen árið 2013 sagðist Sigurður vera atvinnulaus og auralaus. Þá sagðist hann hafa selt húsið sem hann keypti í vesturhluta London með láni frá Kaupþingi, nokkrum mánuðum áður en bankinn fór á hliðina, og leigja með fjölskyldu sinni íbúð í norðurhluta borgarinnar. Sigurður sagði fjölskylduna lifa á sparnaði eiginkonunnar.

Sigurður hóf afplánun á Kvíabryggju í vor.

Frétt mbl.is: Sigurður Einarsson óskar eftir gjaldþrotaskiptum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK