Öskudagur fyrir fullorðna

Jón Gunnar Bergs, eigandi Partýbúðarinnar.
Jón Gunnar Bergs, eigandi Partýbúðarinnar. mbl.is/Rósa Braga

Vinsældir hrekkjavökunnar hafa aukist verulega á síðustu árum og eigandi Partýbúðarinnar segir veilsum í tilefni dagsins fjölga með hverju árinu. Hann vill meina að búðin, sem var opnuð árið 2004, eigi einhvern þátt í þessari þróun. „Það þurfti að minnsta kosti ansi einbeittan vilja til þess að halda hrekkjavökupartí fyrir tíu árum síðan,“ segir Jón Gunnar Bergs glettinn.

Hrekkjavakan ber upp þann 31. október, á laugardegi, að þessu sinni. Jón Gunnar segir að varningur tengdur hátíðinni yfirtaki Partýbúðina um þetta leyti, og segir tímabilið ekki síður skemmtilegt en vertíðina fyrir öskudag, þar sem hátíðin sé fyrir alla fjölskylduna. Hann segir foreldra og börn koma saman að velja sér búninga auk þess sem meira sé um að fullorðnir taki þátt í fjörinu. „Ég held að þetta sé orðin miklu stærri hátíð þrátt fyrir að þátttakan í öskudeginum sé hálfgerð skylda fyrir börnin,“ segir hann.

Sumarið búið en langt til jóla

Einar Arnarson, eigandi Hókus Pókus, tekur í sama streng og segir hátíðina vera nokkurs konar öskudag fyrir fullorðna þar sem mikið sé verslað fyrir djammið og skemmtanalífið í aðdraganda hátíðarinnar. Þá segir hann öruggt að vinsældirnar séu sífellt að aukast.

„Ég held að forverar mínir sem stofnuðu búðina árið 2004 eigi að miklu leyti heiðurinn af því að koma þessum vinsældum af stað,“ segir Jón Gunnar og bendir á að umgjörðin hafi stækkað með hverju árinu síðan og að ekki hafi verið hægt að nálgast skreytingar með auðveldum hætti fyrir þann tíma. Hann segir hátíðina jafnframt koma upp á skemmtilegum árstíma þegar sumarið sé búið en þó sé langt til jóla. 

Jón Gunnar segir það jafnframt hafa færst í aukana að vinnustaðir haldi upp á daginn í vikunni fyrir eða eftir og eru þá lagðar inn stórar pantanir á alls kyns skrauti á borð við kóngulóavefjum, pöddum, beinagrindum eða líkkistum. „Það er allt til,“ segir Jón Gunnar léttur í bragði.

Hrekkjavakan er haldin 31. október ár hvert
Hrekkjavakan er haldin 31. október ár hvert halloweenforums.com
Einar Arnarsson, eigandi Hókus Pókus.
Einar Arnarsson, eigandi Hókus Pókus. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK