Kaupsamningum fjölgar í síðustu viku

Um 90 fleiri kaupsamningar voru gerðir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu …
Um 90 fleiri kaupsamningar voru gerðir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en meðaltal síðustu 12 vikna er. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 316. Þar af voru 223 samningar um eignir í fjölbýli, 48 samningar um sérbýli og 45 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 11.645 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,9 milljónir króna. Það eru um 90 fleiri samningar en meðaltal síðustu 12 vikna.

Á sama tíma var 20 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 11 samningar um eignir í fjölbýli og 9 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 389 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónir króna. Á Akureyri var 15 kaupsamningum þinglýst. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 7 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 476 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,8 milljónir króna.

Á Árborgarsvæðinu voru kaupsamningarnir 11 talsins. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 7 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 248 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár. 

Fjöldi kaupsamninga á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu og Akureyri voru álíka margir eða örlítið fleiri en meðaltal síðustu 12 vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK