Núðlurnar hafa áhrif á Nestle

Núðlurnar hafa verið bannaðar í Indlandi.
Núðlurnar hafa verið bannaðar í Indlandi. AFP

Núðluhneykslið í Indlandi hafði áhrif á afkomu matvælaframleiðandans Nestle en Maggi-núðlurnar, sem Indversk stjórnvöld létu fjarlægja úr búðarhillum, voru áður ein vinsælasta vara landsins. Nestle á enn í viðræðum við stjórnvöld um að koma núðlunum aftur í búðir.

Sölutekjur fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins drógust saman um 2,1 prósent og námu 68 milljörðum Bandaríkjadala, eða 8.432 milljónum íslenskra króna. Slæmt gengi á Asíumarkaði hafði slæm áhrif á afkomuna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá uppfærði Nestle einnig afkomuspá sína og lækkaði hana. Er nú spáð 4,5 prósent hagnaðaraukningu milli ára í stað 5-6 prósent líkt og áður var búist við.

Mat­væla­eft­ir­lit Ind­lands bannaði í vor fram­leiðslu og sölu núðlanna eft­ir að próf­an­ir í nokkr­um ríkj­um lands­ins leiddu í ljós að óhæfi­lega hátt magn af blýi var í þeim. Maggi-núðlur Nestle hafa verið seld­ar í þrjá ára­tugi í Indlandi og var fyr­ir­tækið með um 80% markaðshlut­deild á hrað-núðlumarkaðnum.

Frétt mbl.is: Höfða mál gegn Nestlé vegna núðla

Frétt mbl.is: Farga núðlum fyrir 6,6 milljarða

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK