Koma upp um blekkingar hótela

Fámennt og notalegt.
Fámennt og notalegt. Mynd/The Oyster

Á vefsíðum hótela er stundum að finna myndir af allri aðstöðu sem eru gjörólíkar raunveruleikanum. Ströndin er hreinni, sundlaugin er stærri og færri eru á bakkanum. Vefsíðunni The Oyster er hins vegar ætlað að sjá í gegnum þetta.

The Oyster er bókunarsíða á borð við margar aðrar, og sambærileg TripAdvisor, en í stað þess að byggja á gagnrýni neytenda er byggt á gagnrýni starfsmanna vefsíðunnar.

The Oyster er með 45 starfsmenn í fullri vinnu við að ferðast um heiminn, gista á hótelum og skoða alla þjónustu. Þeir birta eigin myndir og eru óhræddir við að benda á það sem samræmist ekki uppgefnum upplýsingum. Síðan var stofnuð árið 2009 og hefur vaxið hratt en árlegir notendur eru um tíu milljónir talsins. 

Reglulegur liður hjá þeim nefnist „Photo Fakeout“. Þar hafa starfsmenn Oyster tekið myndir frá nákvæmlega sama sjónarhorni og er birt á heimasíðu hótelsins. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af samanburðinum en fleiri má sjá á heimasíðu Oyster.

Raunveruleikinn.
Raunveruleikinn. Mynd/The Oyster
Skutlur við sundlaugabakkann.
Skutlur við sundlaugabakkann. Mynd/The Oyster
Raunveruleikinn.
Raunveruleikinn. Mynd/The Oyster
Fallegt útsýni úr sundlauginni.
Fallegt útsýni úr sundlauginni. Mynd/The Oyster
Raunveruleikinn. Handrið skemmir útsýnið.
Raunveruleikinn. Handrið skemmir útsýnið. Mynd/The Oyster
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK