Laun Birnu gætu lækkað um helming

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka mbl.is/Ómar Óskarsson

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gæti þurft að sætta sig við töluverða launalækkun ef bankinn færist í hendur ríkisins. Hún var með rúmlega tvöfalt hærri laun en Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, á síðasta ári.

Í svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is segir að fari svo að ríkið eignast meirihluta í Íslandsbanka, þá fellur það undir kjararáð að ákveða laun og starfskjör bankastjóra samkvæmt lögum um kjararáð. Í lögunum segir m.a. að kjararáð eigi að gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum sem það ákveður.

Ráðuneytið vísar þá jafnframt til ákvörðunar kjararáðs um laun og starfskjör bankastjóra Landsbankans, en úrskurðir um efnið eru þrír; tveir frá árinu 2010 og einn frá 2013.

Samkvæmt ársskýrslu Landsbankans námu launa­greiðslur til Steinþórs Páls­son­ar, banka­stjóra, alls 18,5 millj­ón­um króna á síðasta ári, auk 2,1 millj­óna króna í hluta­bréfa­tengd­ar greiðslur. Það ger­ir alls 20,6 millj­ón­ir króna á ár­inu eða um 1,7 millj­ón­ir króna á mánuði

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, fékk hins vegar 38,5 millj­ón­ir króna í laun á ár­inu auk 4,8 millj­óna í ár­ang­ur­s­tengd­ar greiðslur. Sam­tals eru það 43,4 millj­ón­ir króna á ár­inu eða 3,6 millj­ón­ir króna á mánuði. 

Laun Birnu eru því rúmlega tvöföld laun Steinþórs.

Breyting í fyrsta lagi um áramót

Líkt og fram hef­ur komið hef­ur slita­stjórn Glitn­is lagt til nýja til­lögu að stöðug­leikafram­lagi er fel­ur í sér að öllu hluta­fé ISB Hold­ing ehf., sem er eig­andi 95% hluta­fjár Íslands­banka hf., verði af­salað til stjórn­valda. Til­lög­urn­ar eru þó háðar því að nauðasamn­ing­ar ná­ist og því verða eng­ar breyt­ing­ar fyrr en í fyrsta lagi um ára­mót.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hefur þá jafnframt sagt það koma til álita að sam­eina Íslands­banka og Lands­banka, komi til þess að til­lagan nái fram að ganga. 

Ekki er þá ljóst hvað yrði um störf fyrrnefndra bankastjóra.

Frétt mbl.is: Bankatoppar fengu rúman milljarð

Frétt mbl.is: Sameining kemur til álita

Frétt mbl.is: Ríkið eign­ast Íslands­banka

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK