Fjöldaframleidd timburhús alvöru kostur

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, sagði svokölluð Bo Klog hús, eða …
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, sagði svokölluð Bo Klog hús, eða fjöldaframleidd timburhús vera raunverulegan valkost á Íslandi. Mynd/Bo Klog

Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir fjöldaframleidd, ódýr timburhús vera raunhæfan kost fyrir Íslendinga. „Þetta er alveg rosalega einfalt,“ sagði Björn Karlsson, á fundi IKEA og sænska sendiráðsins um hagkvæma húsnæðiskosti, í morgun. 

Björn fór yfir eldvarnir í timburhúsum og aðrar tæknilegar kröfur. Hann vísaði til þess að menn hefðu lagt bann við timburhúsum í þéttbýlum áður fyrr eftir að heilu borgirnar brunnu til kaldra kola. Síðar hafa reglurnar breyst og markmiðsákvæði stjórna löggjöfinni. „Markmiðið er að þetta brenni ekki niður og það er hlutverk arkitekta að útfæra það,“ sagði hann. Hann sagði burðarvirki þá iðulega vera úr timbri en veggina úr gipsi. Dæmigert er að veggir þurfi að uppfylla kröfur um að geta haldið inni eldi í ákveðið margar mínútur og það má útfæra að vild. 

Meginatriðin væru þrjú, passa að engin holrými séu til staðar, sem geta leitt eld milli hæða í fjölbýlishúsum, engar rifur og engin göt milli íbúða og passa þéttingar í stigum.

Björn sagði að fyrsta húsið væri alltaf kostnaðarsamt þar sem nauðsynlegt er að fá ýmsa sérfræðinga í verkið. „Síðan er það bara copy-paste,“ sagði hann.

Passa verðmyndun

Hann vísaði einnig til þess að passa þyrfti upp á verðmyndun á húsnæðismarkaðnum og bætti við góður vilji réði alltaf för þegar ráðist væri í úrbætur til þess að tryggja fólki húsnæði á góðu verði. Það gæti hins vegar haft aðrar afleiðingar og nefndi hann níutíu prósent lánin sem hleyptu húsnæðisverðinu upp á sínum tíma. „Við verðum að passa okkur á því að hleypa ekki einhverju svona af stað,“ sagði hann.

„Við verðum hins vegar sífellt að vera að skoða regluverk byggingariðnaðarins og reyna að einfalda það,“ sagði hann.

Timbrið spennandi valkostur

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tók undir þetta og sagði timbrið vera spennandi valkost.

Hins vegar væri einnig margt að gerast með önnur efni og nefndi hún t.d. að mikil framþróun væri með steypu auk þess sem nýjar lausnir séu að koma fram.

Hún sagði mikilvægt að hafa nokkrar spurningar í huga, sem allar falla að hugmyndafræði IKEA. Hvað sé verið að byggja, hverjir eigi að nota það, hvað þeir geti borgað og hvernig það passi meðal annarra hluta.

Egló ræddi þá einnig um nýtt samstarfsverkefni hennar, Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðarráðherra, sem nefnist „Vandað, hagkvæmt, hratt“ en það miðar að því að finna lausnir til að lækka byggingarkostnað og húsnæðisverð.

Frétt mbl.is: Bo Klok ekki á leiðinni til Íslands

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Fjölmennt var á fundinum í morgun sem var haldinn á …
Fjölmennt var á fundinum í morgun sem var haldinn á nýju kaffihúsi IKEA.
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, ræddi um brunahættu í timburhúsum.
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, ræddi um brunahættu í timburhúsum. Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK