Undirbúa nýja verðbréfamiðstöð

Kauphöllin á von á samkeppni frá nýrri verðbréfamiðstöð.
Kauphöllin á von á samkeppni frá nýrri verðbréfamiðstöð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stofnað hefur verið Undirbúningsfélag Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. sem vinnur að undirbúningi að stofnun nýrrar verðbréfamiðstöðvar á Íslandi til að sjá um rafræna eignaskráningu verðbréfa.

Þetta segir í tilkynningu frá félaginu. Markmiðið með stofnun verðbréfamiðstöðvarinnar er að auka samkeppni, draga úr kostnaði og bæta þjónustu á þeim markaði sem verðbréfamiðstöðvar starfa á.

Félagið stefnir að því að sækja um starfsleyfi á fyrri hluta árs 2016 og hefja rekstur í kjölfarið. Eigendur félagsins eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fjárfestar. Félagið hefur ráðið til sín Einar Sigurjónsson til að leiða uppbyggingu félagsins en Einar starfaði áður sem framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands hf. 

Verðbréfamiðstöðvar starfa á grundvelli starfsleyfis samkvæmt lögum nr. 131 frá árinu 1997 og annast meðal annars eftirfarandi kjarna starfsemi: Rafræna útgáfu verðbréfa, vörslu rafrænt skráðra verðbréfa, uppgjör verðbréfaviðskipta milli markaðsaðila og skráningu eignarhalds og óbeinna eignaréttinda yfir rafrænt skráðum verðbréfum.

Í tilkynningu segir að félagið viji benda á að fréttaflutningur um að félagið hafi fengið tilskilið starfsleyfi sé byggður á misskilningi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK