Vilt þú vera stjórnarmaður?

Hús verslunarinnar.
Hús verslunarinnar. Ómar Óskarsson

VR hefur auglýst eftir stjórnarmönnum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir kjörtímabilið 2016 til 2019. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hægt sé að sækja um til 16. desember, en senda þarf inn kynningarbréf með rökstuðningi og starfsferilsskrá.

Samkvæmt frétt VR þurfa umsækjendur að uppfylla þrjú grunnskilyrði:

  • Vera launamenn sem greiða iðgjald í Lífeyrissjóð verzlunarmanna en einnig er æskilegt að þeir séu félagar í VR. Umsækjendur mega ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar.
  • Vera fjárhagslega sjálfstæðir sbr. 9 gr. reglna FME nr. 180/2013  og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 6. gr. reglna FME nr. 180/2013. Uppfylli einnig 31. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða. Auk þess þurfa þeir að gangast undir munnlegt hæfismat hjá FME sbr. 16 gr. reglna FME nr. 180/2013.
  • Skila inn með umsókn útfylltu eyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði laga og reglna FME til slíkrar stjórnarsetu.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK