257 milljóna gjaldþrot gróðrarstöðvar

Frá gróðrarstöðinni Barra á Egilsstöðum.
Frá gróðrarstöðinni Barra á Egilsstöðum. Steinunn Ásmundsdóttir

Gjaldþrotaskiptum á Barra hf., sem hélt utan um rekstur samnefndrar gróðrarstöðvar á Egilsstöðum, er lokið. Kröfurnar námu alls tæpum 257 milljónum króna og alls fengust um 153 milljónir króna greiddar.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag en skiptum var lokið hinn 5. nóvember sl. Gróðrarstöðin var tekin til gjaldþrotaskipta hinn 8. janúar 2013.

Í janúar 2004 keypti Félag skógarbænda á Héraði allt hlutafé ríkisins í Barra, sem nam 12 milljónum króna að nafnvirði eða 22,39% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Félagið var þá stærsti hluthafinn ásamt Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 jukust  skuldir félagsins verulega og var því gripið til fjárhagslegrar endurskipulagningar. 

Árið 2013 keypti nýtt félag, Gróðrar­stöðin Barri ehf., reksturinn út úr þrotabúinu en Byggðastofnun leysti til sín fasteignir. Gróðrarstöðin er starfandi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK