Mikil verðlækkun á mörkuðum

AFP

Mikil verðlækkun varð á kínverskum hlutabréfamörkuðum í dag og hefur helsta hlutabréfavísitalan í Sjanghæ lækkað um rúm 6%. Ástæðan er að tilkynnt var um rannsókn á starfsemi nokkurra verðbréfafyrirtækja í Kína.

Í Shenzhen lækkaði hlutabréfavísitalan um 6,66% en í Sjanghæ nemur lækkunin 6,11%.

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði lítillega í Tókýó en svo virðist sem illa gangi að koma hagkerfi landsins í gang á nýjan leik. Verðhjöðnun og lítil framlegð einkenna japanskt efnahagslíf þessa mánuðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK