Meniga komið í ellefu danska banka

Svona lítur snjallsímabankaþjónusta eins banka Bankdata eftir innleiðinguna
Svona lítur snjallsímabankaþjónusta eins banka Bankdata eftir innleiðinguna Mynd/Meniga

Meniga er komið í samstarf við Bankdata, eina stærstu hugbúnaðarveitu banka í Danmörku. Bankdata hefur innleitt heimilisfjármálahugbúnað Meniga, sem er þar með orðinn virkur í netbönkum ellefu banka í Danmörku, þ.m.t. Jyske bank sem er þriðji stærsti banki landsins.

Hugbúnaður Meniga er því aðgengilegur hjá um einni milljón viðskiptavina eða sem jafngildir um tuttugu prósent markaðarins. 

Bankdata hóf samstarf við Meniga í því skyni að gera umbætur á stafrænum vettvangi ellefu danskra banka sem hann þjónustar og auka notendareynslu í net- og farsímabönkum þeirra.

Helstu þættir þjónustunnar samanstanda af sjálfvirkri flokkun og myndrænni sýn á útgjöldum; sjónrænni skipun millifærslna allra reikninga og bankakorta ásamt hraðvirkri leit. Markmiðið er að gera notendum kleift að skilja og hafa betri yfirsýn, án mikillar fyrirhafnar, yfir heimilisfjármál sín.

Í tilkynningu frá Meniga segir að samstarfið sé einungis á byrjunarreit þar sem fyrirtækin munu stöðugt bæta þjónustuna með það að markmiði að breyta net- og snjallsímabankaþjónustu í heildræna vöru sem leiðbeinir fólki og veitir því yfirgripsmikla sýn á eigin fjármál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK