Breyta skattlagningu á kauprétti

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði fyrir breytingum á umhverfi …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði fyrir breytingum á umhverfi sprotafyrirtækja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist á tækni- og hugverkaþingi í gær ætla að efla viðskiptaumhverfi hátækni- og sprotageirans í landinu með því að auðvelda aðgengi að erlendri sérfræðiþekkingu og fjármagni.

Til stendur að gera kauprétti og umbreytanleg skuldabréf að skilvirkum fjármögnunartólum fyrir sprotafyrirtæki með því að breyta skattlagningu á þessi verkfæri. Breytingin felst í því að skattlagning mun ekki koma til við umbreytingu eða nýtingu á kaupréttum. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir lántökur til þess að standa við skattskyldu á bréfum sem ekki hafa verið seld og gætu jafnvel endað sem tap.

Bjarni sagðist einnig vilja efla umhverfi fyrir rannsóknir og þróun á Íslandi og beita sér fyrir skattalegum hvötum fyrir fjárfestingar í nýsköpun. Pólitísk samstaða væri um málið og stuðningur þvert á flokka.

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur birt drög að aðgerðaráætlun fyrir nýsköpunarfyrirtæki.
Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur birt drög að aðgerðaráætlun fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Rósa Braga

Drög að aðgerðaráætlun

Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti drög að aðgerðaráætlun sem hún hefur nú þegar birt á vef ráðuneytisins.

Þar má finna umbætur sem hún hyggst koma í framkvæmd og leggja fyrir þingið á næstu vikum. Helstu tillögur snúa m.a. að fjármögnunar- og starfsumhverfi sprotafyrirtækja og  regluverkinu þar í kring. Opið verður fyrir umsagnir til 11. desember nk.

750 þúsund fyrir 76 dollara

Brynhildur S. Björnsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hrósaði tillögunum en sagði bleika fílinn í salnum vera ónýtan gjaldmiðill, höftin og óstöðugleika sem koma í veg fyrir frekari vöxt.

Hún talaði einnig um að fyrirtæki á borð við CCP, Össur og Marel myndu aldrei þrífast hér á landi án undanþága. Það væri miður hversu erfitt er fyrir minni sprota að fá slíkar undanþágur og hún nefndi sem dæmi að það hefði kostað Skema 750 þúsund krónur í lögfræðikostnað og átta mánaða biðtíma að fá að millifæra 76 Bandaríkjadali til þess að stofna móðurfélag í USA.

Þetta var sjötta tækni- og hugverkaþingið sem haldið er á vegum Samtaka Iðnaðarins.

Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, þurfti að greiða 750 þúsund króna …
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, þurfti að greiða 750 þúsund króna lögfræðikostnað til þess að fá að millifæra 76 Bandaríkjadali. unknown
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK