Bindiskyldan kom á óvart

Seðlabanki Íslands rýmkaði bindiskylduna úr 4% í 2,5%.
Seðlabanki Íslands rýmkaði bindiskylduna úr 4% í 2,5%. mbl.is/Árni Sæberg

Það sem kom er talið hafa komið á óvart við vaxtaákvörðun peningastefnunefndar að þessu sinni var ákvörðun um að rýmka bindiskylduna úr fjórum prósentum í 2,5 prósent frá og með 21. desember nk.

Á þetta bendir Greinignardeild Arion banka og vísar til fundargerðar peningastefnunefndar í október, þar sem fram kom að bindiskyldan var hækkuð í þeim tilgangi að varðveita lausafjárstöðu fjármálastofnana í gegnum uppgjör slitabúa og útboð aflandskróna.

Þá sagði að þess vegna væri gert ráð fyrir að bindiskyldan yrði lækkuð aftur í tengslum við útboðið. „Þá verður stífing mikilla gjaldeyriskaupa að undanförnu tryggari með þessari aðgerð,“ sagði peningastefnunefnd á sínum tíma.

„Staðreyndin er þó sú að ekkert hefur bólað á fréttum um hvenær útboð aflandskróna mun eiga sér stað og kemur því lækkun bindiskyldunnar á óvart,“ segir Greiningardeildin.

Útlit er fyrir að gjaldeyrisinngrip Seðlabankans muni halda áfram næstu vikur og mánuði og eru allar líkur á að gjaldeyrisútboðið verði ekki fyrr en eftir áramót, jafnvel þegar fer að líða á vorið.

„Það skýtur því skökku við að bindiskyldan hafi verið lækkuð ef tilgangurinn var að stífa af mikil gjaldeyriskaup.“

„Lækkun bindiskyldunnar nú virðist endurspegla það mat Seðlabankans að þetta há bindiskylda verði brátt íþyngjandi og að bankarnir hafi brugðist við henni og yfirvofandi útstreymi króna í sinni lausafjárstýringu, þ.e. að árangri hafi verið náð.“

Þá segir að raunin virðist vera sú að nauðasamningar slitabúanna gangi greiðar fyrir sig en menn gerðu ráð fyrir og að áhrif af uppgjöri slitabúanna á lausafjárstöðu bankakerfisins sé að koma fyrr fram og í meiri mæli en áætlað var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK