Sögulegt ár í kvikmyndahúsum

Star Wars hefur malað ýmis miðasölumet.
Star Wars hefur malað ýmis miðasölumet. AFP

Þökk sé risaeðlum, strönduðum geimförum og Star Wars var 2015 besta ár í sögu bandarískra kvikmyndahúsa. Tekjur af miðasölu eru komnar yfir ellefu milljarða dollara á árinu og er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Þetta jafngildir 1.430 milljörðum íslenskra króna.

Fyrra metið er frá árinu 2013 en þá námu tekjurnar 10,9 milljörðum dollara. 

Nýjasta Star Wars myndin hafði úrslitaáhrif en hún hefur malað ýmis miðasölumet og nema tekjurnar af miðasölunni 540 milljónum dollara á örfáum dögum, eða frá 18. desember sl.

Þá höluðu myndirnar Jurassic World og The Martian einnig inn miklum tekjum. 

Í samtali við CNN Money segir Paul Dergarabedian, fjölmiðlafræðingur fjá Rentrak, að fjölmargar minni myndir hafi einnig slegið í gegn og halað miklu inn. Þar nefnir hann t.d. Black Mass, Sicario og Bridge of Spies.

Hann líkir árinu við fótboltaleik og segir að margar myndir hafi lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að Star Wars hafi átt úrslitamarkið.

Talið er að næsta ár verði einnig gott en von er á nokkrum stórmyndum á borð við Batman v Superman: Dawn of Justice, Captain America: Civil War og spinoff Star Wars myndinni Rogue One.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK