Nautakjöt upphafið að endalokunum?

Ferskar kjötvörur fluttu inn 93 kíló af fersku nautakjöti.
Ferskar kjötvörur fluttu inn 93 kíló af fersku nautakjöti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tæp 100 kíló af fersku og lífrænt ræktuðu nautakjöti voru upphafið að mögulegum endalokum innflutningsbannsins á fersku kjöti. EFTA-dómstóllinn telur bannið ganga gegn EES-samningnum.

Þetta er niðurstaða ráðgefandi álits dómstólsins. Þar sagði m.a. að hafa yrði hug­fast að Ísland hefði full­yrt að það bæri fullt traust til dýra­heil­brigðis­eft­ir­lits sem fram fer í öðrum aðild­ar­ríkj­um í sam­ræmi við sam­eig­in­leg­ar EES-regl­ur.

Frétt mbl.is: Kjötinnflutningsbann samrýmist ekki EES

Álitið á rætur að rekja til skaðabótakröfu Ferskra kjötvara, sem m.a. reka kjötborðin í Hagkaup. Fyrirtækið flutti inn 93 kíló af fyrrnefndu lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi. Kjötinu var fargað í tollinum eins og við mátti búast enda óheimilt að flytja inn hrátt kjöt. 

Í kjölfarið höfðaði fyrirtækið skaðabótamál á hendur ríkinu og taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna förgunarinnar. Tjónið nemur nokkur hundruð þúsundum að sögn Ingibjörns Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra Ferskra kjötvara. Aðspurður hvort kjötið hafi verið flutt inn til þess að reyna fá banninu hnekkt með þessum hætti svarar Ingibjörn játandi.

„Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu og þetta er það sem við áttum von á,“ segir hann í samtali við mbl. „Framhaldið verður auðvitað að ráðast hjá héraðsdómi sem vonandi tekur þetta fyrir sem allra fyrst.“

Ef dómur héraðsdóms verður í samræmi við álit EFTA-dómstólsins segist Ingibjörn hafa áhuga á að flytja inn ferskar kjötvörur frá Evrópu í framtíðinni. 

Klárt og meðvitað ásetningsbrot

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir niðurstöðuna hafa blasað við.

„Það að viðhalda þessu banni var af hálfu Alþingis klárt og meðvitað ásetningsbrot á EES-samningnum. Þeir brutu reglur EES með opnum augum og fóru í þetta dómsmál til þess að tefja málið,“ segir hann.

Aðspurður hvort mörg fyrirtæki hafi sýnt innflutningi á fersku kjöti áhuga bendir Ólafur á að ferskvaran sé eftirsóttari og að fyrir hana sé hægt að fá betra verð. 

„Málið snýst hins vegar fyrst og fremst um meira úrval fyrir neytendur,“ segir hann.

„Það blasir við að innlendir dómstólar muni komast að sömu niðurstöðu og það er ekki eftir neinu að bíða við að afnema þetta bann,“ segir Ólafur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK