Húsasmiðjan lækkar verð á byggingarvörum

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mbl.is/Ómar

Húsasmiðjan kynnti í dag allt að 20% lækkun á listaverði á byggingarvörum, svo sem timbri, plötum, einangrun, steypustáli, skrúfum og festingum.

„Lækkuninni er meðal annars náð með því að einfalda afsláttarkerfi Húsasmiðjunnar. Áfram verða veittir afslættir vegna magnkaupa en dregið er úr öðrum afsláttum. Verðlisti verslunarinnar er því orðinn gegnsærri, sem er í takt við þróun í smásöluverslun,“ segir í fréttatilkynningu.

Með því að lækka verðlista sína tekur Húsasmiðjan á sig nokkurt tekjutap en stjórnendur fyrirtækisins telja að gegnsærra verð muni auka viðskiptin við almenning og fagmenn ásamt því að sölu- og afgreiðsluferlið verður hraðara. Þessi lækkun mun stuðla að lækkun byggingarkostnaðar. Þá eru það hagsmunir allra að sporna gegn verðbólgu og óæskilegum þensluáhrifum á því hagvaxtarskeiði sem farið er í hönd á Íslandi, samkvæmt fréttatilkynningu sem Húsasmiðjan hefur sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK