Bankastjóri Swedbank rekinn

Michael Wolf
Michael Wolf

Bankastjóri stærsta banka Svíþjóðar, Swedbank, Michael Wolf, hefur verið sagt upp störfum en bankaráð Swedbank ákvað á fundi sínum að það væri kominn tími á nýjan bankastjóra sem myndi koma bankanum yfir á næsta stig.

Bankaráðið hefur skipað Birgitte Bonnesen sem forstjóra bankans tímabundið þangað til nýr verður ráðinn. Wolf var ráðinn bankastjóri Swedbank fyrir sex árum síðan en hann starfaði áður hjá Skandia og SEB bankanum.

Gerður hefur verið starfslokasamningur við hann en árslaun hans voru 13 milljónir sænskra króna og mun hann fá 75% af þeirri fjárhæð sem og aðrar greiðslur, eða alls 20 milljónir sænskra króna, sem svarar til 303 milljóna íslenskra króna.

Störf Wolfs og bankans hafa sætt talsverðri gagnrýni í sænskum fjölmiðlum að undanförnu og ekki er langt síðan fjármálaeftirlit Svíþjóðar staðfesti að bankinn væri til rannsóknar.

Upplýsingar um Wolf á vef bankans

Fréttatilkynning

Frétt DN.se

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK