Kaup Regins á fasteignafélögum samþykkt

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fasteignafélaganna Regins, Ósvarar og CFV 1. Reginn undirritaði kaupsamning um kaup á fyrrnefndum félögum hinn 30. desember síðastliðinn en samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki eftirlitsins.

Heildarvirði keyptra fasteignasafna er rúmir tíu milljarðar króna og greitt var fyrir eignarhluti í félögunum með hlutafé í Regin að nafnvirði 134,5 milljón hlutir. Á fasteignasöfnunum hvíla lán sem nema um 7,5 milljörðum króna en skilmálar lánanna bjóða upp á endurfjármögnun án kostnaðar. 

Helstu eignir félaganna á  höfuðborgarsvæðinu eru: Mjölnisholt 12-14, Lágmúli 6-8, Hlíðasmári 4, Hlíðasmári 6, Hlíðasmári 12, Túngata 7, Suðurhraun 3, Dalshraun 15, Fiskislóð 53-59, Hólmaslóð 4, Hólmaslóð 2, ásamt nokkrum minni eignum. 

Áætlað er að EBITDA Regins hækki að lágmarki um 720 milljónir króna á ársgrundvelli og eignasafn stækki um 15 prósent miðað við fermetra við kaupin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK