Matarkarfan hækkar mest hjá 10/11

Matarkarfan hjá 10/11 hækkaði um 7%.
Matarkarfan hjá 10/11 hækkaði um 7%. Þorkell Þorkelsson

Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað um allt að sjö prósent frá því í febrúar 2015, mest hjá 10/11 en minna hjá Bónus, Krónunni, Iceland og Samkaup-Strax. Á sama tíma lækkaði vörukarfan hjá Hagkaupum, Samkaupum-Úrval og Víði.

Verðlagseftirlit ASÍ grinir frá þessu.

Séu skoðaðar verðbreytingar frá því í febrúar á síðasta ári og í febrúar á þessu ári má sjá að vörukarfan hækkar mest um sjö prósent hjá 10/11, líkt og áður segir.

Hjá Bónus, Krónunni og Iceland hækkar hún um tvö prósent og um eitt prósent hjá Samkaupum-Strax.

Í versluninni Nettó er vörukarfan því næstum á sama verði og í fyrra, en hjá Hagkaupum og Samkaupum-Úrval lækkar vörukarfan um eitt prósent. Mesta lækkunin er þrjú prósent hjá Víði.

Á þessu tímabili hefur verð á matar- og drykkjarvörum í vísitöluneysluverðs hjá Hagsgofunni hækkað um 1,9 prósent, frá því í febrúar 2015 þar til í febrúar 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK