Kanna möguleika á málaferlum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Vestmannaeyjabær vill nýtt verðmat á Sparisjóði Vestmannaeyja og ætlar í hart gegn Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu og Bankasýslunni. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV þar sem fram kom að bærinn vill fá dómkvadda matsmenn til að fara yfir verðmæti sjóðsins, ellegar verði höfðað dómsmál.

Sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum fyrir tæpu ári síðan þar sem stjórnendum sjóðsins tókst ekki að uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins og bætta eiginfjárstöðu.

Landsbankinn hefur neitað Vestmanneyjabæ um upplýsingar um verðmat á hlut hans í sjóðnum og segir RÚV bæjarstjórn hafa ákveðið að kanna möguleikann á málaferlum vegna þessa.

Í samtali við RÚV segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, óvíst hvort eignir Sparisjóðsins hafi verið teknar yfir á undirverði en að ljóst sé að sá eignarhlutur sem Landsbankinn yfirtók í Borgun í gegnum Sparisjóðinn sé mun meira virði í dag en það sem greitt var fyrir.

Segir Elliði að kvartað verði til umboðsmanns Alþingis og fjármálaráðuneytisins vegna málsins.

 „Og Landsbankinn er náttúrulega í 100% eigu íslenska ríkisins og það þarf að gæta mjög vel að meðalhófi og réttarfarslegum reglum og við erum ekki sannfærð um að það hafi verið gert í þessu tilviki og þess vegna viljum við láta skoða það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK