Seðlabankinn sýknaður af 2 milljarða kröfu Heiðars

Heiðar Guðjónsson höfðaði skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands. Dómari hafnaði skaðabótakröfu …
Heiðar Guðjónsson höfðaði skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands. Dómari hafnaði skaðabótakröfu hans upp á 2 milljarða. mbl.is/Eggert

Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru í dag sýknuð af tæplega tveggja milljarða kröfu félagsins Ursus ehf. sem er í eigu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar vegna kæru bankans til sérstaks saksóknara árið 2010 meðan Ursus ætlaði að kaupa ráðandi hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá. Þau kaup gengu ekki eftir.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

Ursus fór fram á 1.939 milljóna greiðslu frá Seðlabankanum vegna málsins. Félagið var til skoðunar hjá gjaldeyriseftirliti bankans á sama tíma og kaupin á stórum hluta í tryggingarfélaginu Sjóvá voru í vinnslu. Átti Eignasafn Seðlabanka Íslands þá 73,3% hlut í Sjóvá.

Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði hægt að líta öðruvísi á málið en að Ursus hafi sagt sig frá kaupunum áður en bindandi samningur um kaupin var gerður. Einungis hafi verið um hlé á viðræðum að ræða er fjárfestahópurinn sleit viðræðum. Kemur fram að Ursus hafi ekki tekist að sýna fram á að Seðlabankinn hafi sammælst um að standa ekki við samkomulag við fjárfestahópinn.

Frétt mbl.is: Stórfelld vanræksla Seðlabanka

Frétt mbl.is: Már: Mikil vonbrigði

Frétt mbl.is: Undirstriki brot Seðlabankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK