Wizz Air hefur flug til Vilnius

Vél Wizz Air.
Vél Wizz Air.

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air mun í október hefja flug milli Vilnius í Litháen og Keflavíkur. Flogið verður allt árið um kring. Félagið flýgur þegar til Gdansk, Varsjár og Búdapest og talskona útilokar ekki fleiri flugleiðir.

Það stefnir því í að Wizz Air verði eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið hér á landi yfir vetrarmánuðina.

Túristi greinir frá þessu. WOW air flýgur vikulega til Vilnius yfir sumarmánuðina og Wizz air verður því fyrsta félagið sem býður upp á vetrarflug milli Litháen og Íslands.

Í samtali við Túrista segist Gabor Vasarhelyi, talskona Wizz Air, ekki útiloka að flugið til Íslands eigi eftir að aukast enn frekar. Enda séu forsvarsmenn félagsins sífellt í viðræðum við flugvelli um hugsanlegar nýjar leiðir. 

Wizz Air er í dag með starfsstöðvar á 25 flugvöllum í austurhluta Evrópu og flýgur þaðan til fjölmargra áfangastaða um alla álfuna.

Með auknum umsvifum félagsins hér á landi aukast því líkurnar á að borgir í Rúmeníu, Serbíu, Úkraínu og víðar bætist við þá staði sem flogið er beint til frá Keflavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK