Bíóunum gert að gera upp skuld við Vífilfell

Merki Sambíóanna.
Merki Sambíóanna. mbl.is/Hjörtur

Sam-félagið, sem á og rekur keðju kvikmyndahúsa, var dæmt til að greiða gosdrykkjaframleiðandanum Vífilfelli 56 milljónir króna í Hæstarétti í dag í eftirstöðvar láns. Fyrrnefnda félagið hafði talið sig laust undan skyldum um endurgreiðslu.

Málið snerist um viðskiptasamning sem Vífilfell gerði við Sam-félagið árið 2006 um sölu á gosdrykkjum til kvikmyndahúsa þess. Í samningnum var ákvæði sem skuldbatt Sam-félagið til að selja eingöngu drykki frá Vífilfelli gegn afslætti sem Vífilfell taldi sig hafa veitt að láni. Upphæðin nam 177,5 milljónum króna.

Eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu árið 2011 að Vífilfell hefði notið markaðsráðandi stöðu og mætti ekki áskilja sér rétt til einkasölu hjá viðskiptavinum sínum leysti fyrirtækið Sam-félagið undan þeirri skyldu í samningum.

Með því taldi Sam-félagið að það hafi verið leyst undan skuldbindingum um að greiða eftirstöðvar lánsins frá Vífilfelli. Stefndi gosdrykkjaframleiðandinn Sam-félaginu því fyrir vanefndir.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að um lán hafi verið að ræða eins og Vífilfell hélt fram en ekki greiðslu vegna einkasölunnar. Því þarf Sam-félagið að greiða 56,8 milljónir króna í eftirstöðvar lánsins til Vífilfells.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK