Auka hlutafé í 365 miðlum

Höfuðstöðvar 365 miðla.
Höfuðstöðvar 365 miðla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, segir hlutafjáraukningu í félaginu gera það kleift að létta á skuldum og styrkja rekstur.

Hefur heildarhlutafé verið aukið úr 2,1 í 2,6 milljarða, eða um hálfan milljarð. Aukningin er öll í A-hlutum. Áður var B-hlutafé lækkað um 187 milljónir og við það fór heildarhlutaféð niður í 2,1 milljarð.

Sævar Freyr staðfestir í umfjöllun um hlutafjáraukninguna í Morgunblaðinu í dag, að Sigurður Bollason fjárfestir sé nýr hluthafi í 365 miðlum í gegnum félagið Grandier S.A. í Lúxemborg. Hann eigi A-hluti fyrir 200 milljónir, eða 8,74% A-hluta í félaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK