Eftirlætis hlutabréf Donalds Tump

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump.
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump. AFP

Stærsta hlutabréfaeign Donalds Trump liggur í stórfyrirtækjunum Apple, Microsoft, Pepsi og General Electrics. Þetta kemur fram í fjárhagsupplýsingum sem forsetaframbjóðandinn þurfti að skila til að upplýsa um möguleg hagsmunatengsl.

Hlutabréf hans í Apple eru metin á um 600 þúsund dollara, eða um 75 milljónir króna. Þetta þykir áhugavert í ljósi þess að Trump hefur í kosningabaráttu sinni gagnrýnt Apple harðlega fyrir að framleiða vörur sínar utan Bandaríkjanna.

Trump hefur einnig gagnrýnt bílframleiðandann Ford af sömu sökum og segir fyrirtækið flytja störf sem honum finnst að ættu að vera í Bandaríkjunum til Mexíkó. Samkvæmt fjárhagsupplýsingum Trumps á hann þó 500 þúsund dollara hlut í Ford, eða sem jafngildir 62 milljónum króna.

Í frétt CNN segir að Trump eigi um 172 milljónir dollara, eða um 21 milljarð króna í hlutabréfum, skuldabréfum og sjóðum. Á hann bréf í um 100 mismunandi félögum og fjárfestir hann í gegnum að minnsta kosti fjóra fjárfestingarsjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK