Sekt Heimkaupa felld úr gildi

Neytendastofa sektaði Heimkaup í febrúar fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 krónur á félagið. Málið varðaði tilboð á skoteldum.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála er um það fjallað að óljóst sé af gögnum málsins hvort notendur síðunnar hafi að einhverju leyti verið upplýstir um tímabil kynningartilboðsins og þá hvernig það hafi verið gert. 

Þá liggi ekki fyrir hvenær Heimkaup hafi breytt upplýsingum um einstaka vöruliði á heimasíðunni. Heimkaup vildi meina að tímabil kynningartilboðsins hefði komið fram áður en ákvörðun var tekin.

Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar er vísað til þess að ákvörðunin hafi verið íþyngjandi fyrir Heimkaup og hefði Neytendastofa þurft að sjá til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin.

Í kjölfar þess að Heimkaup svöruðu Neytendastofu og útskýrðu sjónarmið sín hafi verið tilefni fyrir stofnunina til að kanna aftur heimasíðu kæranda og skrá í gögn málsins hvort tímabil kynningartilboðs flugelda væri yfirleitt tilgreint á heimasíðunni, svo sem mátti ráða af bréfi Heimkaupa til stofnunarinnar, og ef svo væri hvernig slíkri tilgreiningu væri í reynd háttað.

Ekki var talið hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi vegna óvissu um það hvernig staðið hafi verið að þessum merkingum.

Hér má lesa ákvörðunina í heild.

Málið varðaði tilboð á flugeldum.
Málið varðaði tilboð á flugeldum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK