Apple borgaði 125 milljónir fyrir stiga

Þessi stigi ásamt öðrum alveg eins kostuðu eina milljón dollara.
Þessi stigi ásamt öðrum alveg eins kostuðu eina milljón dollara. Ljósmynd/Apple

Tæknirisinn Apple opnaði nýlega verslun í San Fransisco í Bandaríkjunum. Mikið var lagt í búðina sem alls kostaði 23,6 milljónir dollara, eða tæpa þrjá milljarða króna. Tveir stigar í versluninni kostuðu samtals eina milljón dollara, eða um 125 milljónir íslenskra króna.

Þetta kemur fram í kostnaðaráætlun sem Apple skilaði inn til skipulagsyfirvalda. Þetta er áætlun og gæti heildarkostnaðurinn því verið aðeins minni eða meiri.

Þessi skjár kostaði 187 milljónir króna og festingarnar kostuðu sex …
Þessi skjár kostaði 187 milljónir króna og festingarnar kostuðu sex milljónir. Ljósmynd/Apple

Apple-skiltið sem er utan á versluninni kostaði 82 þúsund dollara, eða tíu milljónir króna. Þá kostuðu festingar fyrir risaskjá sem er í versluninni 50 þúsund dollara, eða sex milljónir króna. Skjárinn kostaði 1,5 milljón dollara, eða 187 milljónir króna.

Þá eyddi fyrirtækið einnig fimmtíu þúsund dollurum í hillur í búðinni og sólarrafhlaða á þakinu, sem sér búðinni fyrir rafmagni, kostaði 800 þúsund dollara, eða 225 milljónir króna.

Þetta skilti á nýrri verslun Apple kostaði tíu milljónir króna.
Þetta skilti á nýrri verslun Apple kostaði tíu milljónir króna. AFP
Þessar hillur ásamt í búðinni kostuðu samtals tíu milljónir.
Þessar hillur ásamt í búðinni kostuðu samtals tíu milljónir. AFP
Risavexin glerhurð er á nýrri búð Apple í San Fransisco.
Risavexin glerhurð er á nýrri búð Apple í San Fransisco. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK