Níu búðir sektaðar fyrir merkingar

Flestar verslanir höfðu bætt úr verðmerkingum sínum þegar starfsmenn Neytendastofu …
Flestar verslanir höfðu bætt úr verðmerkingum sínum þegar starfsmenn Neytendastofu litu aftur við. mbl.is/ÞÖK

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á níu verslanir fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar hjá sér. Um er að ræða verslanir sem eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 68 verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða neytendum ýmsar vörur og þjónustu.

Í skoðununum var farið yfir hvort verðmerkingar annars vegar inni í verslununum og hins vegar í sýningarglugga væru í lagi.

Farið var í 68 verslanir en eftirfylgni var gerð hjá 28 þeirra. Flestar verslanir höfðu þá bætt úr verðmerkingum sínum. Hins vegar voru aftur gerðar athugasemdir við verðmerkingar í níu búðum og voru þær sektaðar.

Þær verslanir sem lögð var sekt á eru: Toys R Us Smáratorgi; Breiðholtsblóm, Gull-úrið og Frú Sigurlaug sem eru í Mjódd og Sportlíf, Dion, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Ólavía og Oliver og Dalía sem eru í Glæsibæ.

Sektarfjárhæðir eru á bilinu fimmtíu til hundrað þúsund krónur.

Hér má lesa ákvarðanir Neytendastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK