Tveir sérfræðingar til ORF Líftækni

Karl D. Lúðvíksson.
Karl D. Lúðvíksson. Ljósmynd/ORF Líftækni

ORF Líftækni hefur ráðið tvo nýja nýja sérfræðinga til starfa hjá fyrirtækinu. Jóhanna Másdóttir hefur verið ráðin sem innkaupastjóri ORF Líftækni og Karl D. Lúðvíksson hefur verið ráðinn sem umsjónarmaður eigna hjá fyrirtækinu.

Jóhanna hefur starfað sem innkaupastjóri og innkaupafulltrúi hjá Innnes og Distica auk þess sem hún hefur starfað sem þjónustustjóri hjá Medis. Jóhanna hefur einnig starfað við fjármáladeild hjá Atlantsskipum sem og í tolladeild hjá Eimskip. Jóhanna er með BA-gráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Karl hefur nýlokið hátæknifræðinámi B.Sc við Háskóla Íslands og hefur langa starfsreynslu við samsetningar og viðgerðir á vélbúnaði og stýrikerfum.

Karl hefur meðal annars starfað sem rafeindavirki hjá Kone og Schindler auk þess sem hann hefur starfað sjálfstætt við ýmis verkefni hjá Alvogen og VGÞ.

ORF Líftækni hf. er leiðandi líftæknifyrirtæki sem hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt sérvirk prótein sem eru notuð í húðvörurnar BIOEFFECT og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim. Aðferðin er afrakstur öflugs vísinda- og þróunarstarfs hjá fyrirtækinu undanfarin ár og byggir á því að nota fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtæki þess starfa nú um 40 starfsmenn.

Jóhanna Másdóttir.
Jóhanna Másdóttir. Ljósmynd/ORF Líftækni
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK