Oliver sló gjafamet Opruh

John Oliver sló í gær metið sem Oprah átti.
John Oliver sló í gær metið sem Oprah átti.

Spjallþáttastjórnandinn John Oliver setti nýtt met í gær þegar hann gaf áhorfendum fimmtán milljónir dollara, eða 1,8 milljarða króna. Fyrra metið átti Oprah en fyrir nokkrum árum gaf hún 276 áhorfendunum er sátu í salnum hjá henni nýjan bíl. Verðmæti gjafarinnar nam um átta milljónum dollara. 

Gjöfin frá Oliver var hluti af tuttugu mínútna umfjöllun um fyrirtæki er stunda skuldauppkaup og gagnrýndi hann umhverfið sem þau fá að starfa í. Þessi starfsemi gengur út á það að fyrirtæki kaupa t.d. 1.000 króna skuldabréf á 300 krónur sökum óvissu um skuldin fáist innheimt. Upphaflegur eigandi fær þannig eitthvað greitt og sá sem kaupir bréfið getur grætt mikið ef innheimtuaðgerðir ganga eftir. 

Til að sýna fram á galla kerfisins stofnaði Oliver fyrirtæki af þessu tagi og þurfti hann að greiða 50 dollara fyrir það. Fyrirtækið nefndi hann Central Asset Recovery Professionals, eða CARP. Næst keypti hann 15 milljóna dollara sjúkraskuldir frá Texas fyrir 60 þúsund dollara.

Með þessu fékk hann aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum níu þúsund gjaldenda.

Í stað þess að innheimta skuldirnar, líkt og önnur fyrirtæki í þessari stöðu myndu gera, ákvað Olver hins vegar að afskrifa þær.

Fengu því níu þúsund manns um 1,8 milljarða króna sjúkraskuld afskrifaða.

„Þið eruð að fara sjá mig gefa 15 milljónir dollara,“ sagði Oliver áður en hann ýtti á risastóran rauðan hnapp og baðaði sig í peningum er féllu úr loftinu. 

Hér má sjá umfjöllunina:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK