Nota sebrafiska í lyfjaprófum

Miðtaugakerfi sebrafiska er hliðstætt við það sem er í mönnum.
Miðtaugakerfi sebrafiska er hliðstætt við það sem er í mönnum.

Svissnesku líftækni- og ráðgjafafyrirtækin Baliopharm og Priobiocon keyptu á dögunum hlut í lyfjaprófunarfyrirtækinu 3Z ehf.

Dr. Andreas Herrmann, einn eiganda Baliopharm og Probiocon, gekk frá samningnum og skrifaði undir í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Dr. Karl Ægir Karlsson, sem stofnaði 3Z ásamt Haraldi Þorsteinssyni, segir að hluthafahópur félagsins styrkist mikið með kaupunum enda fylgi nýjum hluthöfum gríðarleg reynsla og sambönd sem komi sér vel.

Fyrirtækið 3Z hefur þróað aðferðir til þess að nota kosti sebrafiska í lyfjaprófunum.

Í tilkynningu er haft eftir Karli að sebrafiskar séu hentugir í slíkar prófanir enda bæði ódýrir og fjölga sér hratt.

„Um er að ræða hryggdýr með miðtaugakerfi hliðstætt við menn, og er búið að raðgreina erfðamengi þeirra. Með því að nota sebrafiskaseiði til lyfjaskimana má sameina helstu kosti mælinga sem gerðar eru í frumurækt, það er lítinn kostnað og hátt gegnumstreymi, og kosti þess að nota hefðbundin tilraunadýr, það er að atferli dýrsins er mælt en ekki áhrif lyfsins á einstakar sameindir eða frumur,“ er haft eftir Karli.

Lyfjaprófanir á sjúkdómum á borð við Parkinsons og MND

Fyrirtækið 3Z sprettur úr rannsóknarstofu í Háskólanum í Reykjavík þar sem byggð hefur verið upp aðstaða, tæki og þekking til lyfjaprófana á þekktum miðtaugakerfissjúkdómum, svo sem flogaveiki, Parkinsons og MND. Helstu bakhjarlar 3Z, auk Háskólans í Reykjavík, hafa verið Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

Dr. Andreas Herrmann, einn eiganda Baliopharm og Probiocon, og dr. …
Dr. Andreas Herrmann, einn eiganda Baliopharm og Probiocon, og dr. Karl Ægir Karlsson, annar stofnenda 3Z ehf.

Baliopharm AG er líftæknifyrirtæki með áherslu á þróun nýrra leiða til að meðhöndla sjálfsónæmissjúkdóma eins og liðagigt, Crohn`s-sjúkdóminn, psoriasis, MS-sjúkdóminn auk krabbameina.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Sviss en einnig er starfrækt útibú í Þýskalandi. Probiocon GMBH er einnig með höfuðstöðvar í Sviss og sinnir ráðgjöf til lyfja- og líftæknifyrirtækja, sér í lagi í verkefnum sem lúta að markaðssetningu og fjármögnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK