Sofið í hylkjum í Eyjum

Svefnhylkin eru fjörutíu talsins.
Svefnhylkin eru fjörutíu talsins.

Með stækkandi ferðamanamarkaði eykst fjölbreytnin en fjörutíu svefnhylki eru nú komin til Vestmannaeyja og verða þau tekin í notkun síðar í mánuðinum. Í hylkinu er pláss fyrir eina manneskju og þar er að finna sjónvarp og innstungur fyrir rafmagnstæki gesta. 

Sambærileg svefnhylki hafa verið í notkun á gistiheimilinu Galaxy Pod Hostel við Lauga­veg í nokkra mánuði og segir eigandi reynsluna góða og eftirspurnina mikla.

Hjónin Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson reka Hamar Guesthouse í Vestmannaeyjum og hafa þau pantað fjörutíu kínversk svefnhylki. Þau hafa rekið gistiheimilið um árabil en ákváðu nýlega að stækka við sig og opna einnig kojugistingu. Upphaflega stóð til að kaupa hefðbundnar timburkojur en eftir að hafa verið bent á hylkin var ekki aftur snúið. „Þetta eru miklu meiri þægindi vegna þess að í hverjum klefa er sjónvarp og innstungur fyrir síma og tölvur,“ segir Svava og bætir við að hjónin hafi einnig viljað eitthvað nýtt og öðruvísi.

Hjónin Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson reka Hamar Guesthouse.
Hjónin Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson reka Hamar Guesthouse.

Spurð hvort kojugisting sem þessi sé dýrari kostur svarar Svava neitandi og segir að nóttin verði líklega á um sex til sjö þúsund krónur.

Stefnt er að því að opna gistinguna í lok mánaðarins. Svava segist sjálf ekki hafa prófað hylkið en ætlar hún líklega að gera það bráðlega. 

Innan úr svefnhylkinu. Þar er sjónvarp og innstungur fyrir raftæki.
Innan úr svefnhylkinu. Þar er sjónvarp og innstungur fyrir raftæki.

Vinsæl svefnhylki á Laugavegi

Sambærilegt gistiheimili er að finna við Laugaveg. Svefnhylkin eru þó ekki alveg þau sömu þar sem rúmin á Laugaveginum eru frá framleiðanda er nefnist Galaxy Pod. Rúmin í Vestmannaeyjum eru frá öðrum framleiðanda er nefnist Peng Hang. 

Sverrir Guðmundsson, eigandi Galaxy Pod Hostel, segir reksturinn hjá sér hafi gengið vonum framar. „Við erum að vinna í því að bæta við okkur,“ segir hann. Hylkin á hostelinu eru í dag 38 talsins en í sumar stendur til að kaupa 28 til viðbótar. „Fólk er mjög hrifið af þessu,“ segir Sverrir og bendir á að hostelið sé með einna hæstu einkunnina á síðunni Booking.com.

Hann bendir á að ýmislegt sé á döfinni og stendur t.d. til að opna bæði bar og rafmagnshjólaleigu á hostelinu.

Sverrir segir flesta gesti vera að prófa svefnhylki í fyrsta sinn. 

Frétt mbl.is: Svefnhylki komin á hótelmarkaðinn

Svefnhylkin á Hamar Guesthouse.
Svefnhylkin á Hamar Guesthouse.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK