Græða tugi milljarða á FIH

Höfuðstöðvar FIH við Löngulínu í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar FIH við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Danskir fjárfestar, með stærstu lífeyrissjóði landsins í broddi fylkingar, nýttu sér trúnaðarupplýsingar innan úr danska stjórnkerfinu til að ná FIH-bankanum í Kaupmannahöfn úr höndum Seðlabanka Íslands sem hélt á allsherjarveði í hlutabréfum bankans.

Á grundvelli upplýsinga um að dönsk stjórnvöld hefðu sett Seðlabanka Íslands afarkosti varðandi sölu bankans gerðu þessir aðilar tilboð í bankann sem Seðlabankinn var í raun nauðbeygður til að taka.

Ákvæði í samningunum leiddu til þess að Seðlabankinn bar milljarðatjón í tengslum við niðurfærslu eigna og fékk aðeins brot af söluandvirðinu í hendur. Eftir standa kaupendurnir með hagnað sem viðskiptablaðið Finans í Danmörku segir að geti hlaupið á allt að 4 milljörðum danskra króna. Það jafngildir 74 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK