Skarpar lækkanir í Bandaríkjunum

Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Chicago.
Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í Chicago. AFP

Bandarískar hlutabréfavísitölur lækkuðu skarpt þegar markaðir opnuðu vestanhafs eftir hádegi í dag.

Fjárfestar óttast að útganga Breta úr Evrópusambandinu muni hafa skaðleg áhrif á afkomu fyrirtækja og heimshagkerfið.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 505 stig, eða 2,8%, strax í fyrstu viðskiptum dagsins. Hefur hún ekki lækkað svo mikið á einum degi frá því í janúar.

Eins og kunnugt er hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu hríðfallið í dag vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær. Hefur gengi sterlingspundsins ekki verið lægra í 31 ár.

Hlutabréf tæknifyrirtækja lækkuðu sérstaklega mikið í Bandaríkjunum. Alls hefur Nasdaq-vísitalan lækkað um 4% það sem af er degi.

Hins vegar hefur FTSE 100-hlutabréfavísitalan í Lundúnum tekið við sér eftir hádegi, en hún féll um meira en 8% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nú hefur hún alls lækkað um 1,9% í dag en hækkað um 3,3% þegar litið er til vikunnar í heild sinni.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði benda á að fjölmörg fyrirtæki innan vísitölunnar hafi tekjur í dollurum og ættu því að hagnast á falli sterlingspundsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK