Kim á forsíðu Forbes

Kim Kardashian er á forsíðu Forbes.
Kim Kardashian er á forsíðu Forbes. Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian er á forsíðu nýjasta tölublaðs fjármálatímaritsins Forbes. Þar er hún titluð sem „mobile mogul“ og er þá vísað til snjallsímaveldis hennar. 

Í forsíðugreininni er vísað til þess að auðvelt sé að afskrifa Kim sem raunveruleikastjörnu og líta fram hjá viðskiptaveldi hennar. Þá segir að hún hafi fundið nýja leið til að græða á frægðinni og að það hafi hún gert vel.

Snjallsímaleikur sem hún gaf út og nefnist „Kim Kardashian: Hollywood“ nýtur gífurlegra vinsælda og hefur honum verið halað niður um 45 milljón sinnum. Þessi leikur einn og sér hefur þar með velt um 160 milljónum Bandaríkjadala, en það jafngildir um 19,6 milljörðum króna á núverandi gengi.

Á þessu ári einu hefur Kim þénað um 51 milljón Bandaríkjadala og situr hún í 41. sæti á lista Forbes yfir auðugustu stjörnurnar í skemmtanaiðnaðinum. 

Hér má lesa viðtalið.

Frétt mbl.is: Kardashian-maskínan malar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK