Gamli Slippurinn gjaldþrota

Félagið H. Toft ehf. sem hélt utan um rekstur hárgreiðslustofunnar Slippurinn sem var á Skólavörðustíg hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Stofan var nýverið flutt yfir á Laugaveg sökum þess að leigusamningi lauk og leigan var í kjölfarið hækkuð. 

Í samtali við Fréttatímann í vor sagði Ævar Østerby, rakari og eigandi, að leiguverð hefði hækkað um mörg hundruð þúsund á mánuði. „Leigan er að hækka og við erum að fara. Ég er ekki viss um nákvæma tölu en ég hef heyrt 750 þúsund á mánuði. Við gætum fengið að vera hérna áfram en getum það ekki fjárhagslega. Við erum núna að borga 250 þúsund krónur,“ sagði hann.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí síðastliðinn og hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest til að lýsa kröfum í búið. 

Samkvæmt síðasta ársreikningi H. Toft frá árinu 2014 var félagið rekið með 3,8 milljóna króna tapi. Tapið jókst milli ára en það hljóðaði upp á 2,7 milljónir króna árið 2013. Tekjurnar jukust þó milli ára og námu 45,5 milljónum króna árið 2014 samanborið við 38,1 milljón árið áður. Launakostnaður jókst hins vegar verulega milli ára.

Félagið skuldaði 10,4 milljónir króna í árslok 2014 en eignir námu 2,2 milljónum króna.

Slippurinn er núna rekinn í félaginu Dæke ehf. sem var stofnað í mars sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK