Bensínstöðvar Krónunnar í nefndum

mbl.is/Styrmir Kári

Umsóknir Krónunnar um opnun bensínstöðva við verslanir keðjunnar eru í nefndarferli hjá borg og sveitarfélögum. Að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Festi, móðurfélags Krónunnar, hafa skipulagsstjórnendur yfirleitt tekið jákvætt í málið þrátt fyrir að pólitíska ákvörðun eigi eftir að taka.

Segir hann málið aðeins farið að þokast áfram í sumum sveitarfélögum en hafi ekki enn verið tekið fyrir í Reykjavík þrátt fyrir að hafa verið á dagskrá í nokkurn tíma.

Stjórnendur Krónunnar hófu að kanna bensínsölu á síðasta ári og sagði Jón þá í samtali við Morgunblaðið að markmiðið væri að selja ódýrara bensín. „Það sem við þurfum að fá er heimild bæjar- eða borgaryfirvalda til þess að setja upp svona stöðvar og við þurfum að geta keypt eldsneyti fyrir stöðvarnar. Ef við getum þetta tvennt tel ég að við munum geta selt bensín ódýrar en er í boði á markaðnum í dag,“ sagði Jón Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka