Óbreyttir vextir í Evrópu

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans. AFP

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum. Þetta var fyrsta stýrivaxtaákvörðun bankans eftir að Bretar samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið.

Forsvarsmenn bankans búast við því að vextirnir verði áfram sögulega lágir um nokkurt skeið eða jafnvel lækkaðir enn frekar.

Aðalstýrivextir bankans eru núll prósent.

Sumir greinendur bjuggust jafnvel við því að bankinn lækkaði vextina, enda hefur óvissa í evrópsku efnahagslífi aukist vegna yfirvofandi brotthvarfs Breta úr Evrópusambandinu. Fjárfestar munu fylgjast vel með blaðamannafundi Mario Draghis bankastjóra síðar í dag, en talið er líklegt að hann muni þá gefa í skyn hver næstu skref bankans verða.

Binda margir vonir við að bankinn grípi til frekari aðgerða, svo sem vaxtalækkana eða skuldabréfakaupa, til þess að örva evrópska hagkerfið.

Efnahagshorfur í Evrópu hafa breyst til hins verra í kjölfar ákvörðunar Breta að yfirgefa Evrópusambandið. Búist er við því að seðlabankar víða í Evrópu bregðist við þeirri stöðu sem nú er komin upp, en til að mynda er gert ráð fyrir að Englandsbanki lækki stýrivexti sína í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK